Ef það þarf að eiga við frontinn á ljósleiðaraboxinu eru ýmsir hlutir sem þú þarft að hafa í huga. Það þarf að fara rosalega varlega þegar kemur að frontinum til þess að skemma ekkert en þetta er rosalega viðkvæmt. Ef boxið verður fyrir skemmd þarft þú að fá mann í heimsókn frá Ljósleiðranum og greiða fyrir heimsóknina miðað við verðskrá Ljósleiðarans, sjá hér.
Það á ekki að eiga við frontinn að ástæðulausu, endilega hentu á okkur línu á spjallinu á nova.is ef þú telur að það þurfi að eiga við frontinn og við græjum þetta með þér.
Ef Link ljósið er slökkt eða Gagnaljósið blikkar: Byrjaðu á því að leggja lófann varlega, flatan, framan á ljósleiðaraboxið og ýttu þéttingsdast í átt að veggnum til þess að sjá hvort boxið smelli saman. Frontur þarf að vera fastur og liggja rétt á boxinu. (Sjá rauðu örvarnar á myndinni fyrir neðan)
Ef þú þarft að taka front af boxinu: Þú þarft að setja fingurinn á milli fronts og inntaksins á veggnum, leysa frontinn frá og lyfta upp. (Sjá grænu, bláu og gulu örina á myndinni fyrir neðan)