Til þess að virkja iMessage og Facetime á frelsis númeri þarf að hafa nokkra hluti í huga, líklega stoppar þetta á waiting for activation en hér fyrir neðan eru skrefin sem ættu að virkja iMessage & FaceTime.:
Dæmi:
1. Ef þú ert í frelsi þá þarft þú að eiga krónu inneign á númerinu, það kostar að senda activation SMSið til Apple. 100 kr ætti að nægja.
2. Síminn þarf að vera tengdur við net/mobile data til þess að virkja iMessage & FaceTime. Gakktu úr skugga um að síminn er tengdur við net (wifi) og/eða mobile data).
3. Er time & date rétt í símanum? Settings > General > Date & Time og Reykjavík valið.
Opnaðu Settings og veldu General:
Veldu Date & Time:
Hafðu kveikt á Set Automatically og vertu viss um að Reykjavík er valin.
4. Er númerið valið (með ✓) inní messages > send&receive?
Farðu inn í Settings - Messages
Send&Receive: þar á númerið og iCloud netfangið að vera valið.
iMessage fyrir ofan Send&Receive á að vera grænt.
Hakaðu í bæði númerið og apple id emailið í iMessages og Facetime (frá Settings).
5. kveiktu og slökktu á airplane mode - við það á síminn að tengja sig inná netkerfi ef það var það ekki fyrir.
6. Er Síminn í nýjustu hugbúnaðar uppærslunni?
Settings - General
Veldu Software Update og veldu Download and Install ef það er uppfærsla í boði: