Löndum er skipt í flokka eftir verði og greiða viðskiptavinir fyrir Net í útlöndum eftir því í hvaða landi þeir eru staddir. Þannig eru t.d. viðskiptavinir sem ferðast til Bandaríkjanna að greiða annað en þeir viðskiptavinir sem ferðast til Mexíkó.
Til þess að koma í veg fyrir mikla notkun verður lokað á netið eftir ákveðið mikið gagnamagn og viðskiptavinur upplýstur með SMS áður en það gerist. Fer það eftir kostnaði í hverju landi fyrir sig en miðar Nova við að láta vita þegar viðskiptavinir eiga næst netpakka sem er í kringum 5 þúsund krónur. Viðskiptavinir geta í þeirri stöðu farið inn á Stólinn og smellt á lásinn undir gagnamagninu til að halda áfram að nota netið þann daginn. Ef ekki á að nota meira net þann dag þá núllast pakkinn þegar tíminn rennur út og hægt er að byrja nýjan 500MB pakka.
Á nova.is geta viðskiptavinir leitað að sínu landi og séð kostnað við notkun.