Nældu þér í Bíóklipp í Nova appinu og fáðu bíóferðina alltaf á lang besta dílnum!
BíóKlipp er klippikort sem þú kaupir í Nova Appinu. Þú færð fimm bíóferðir fyrir 5.690 kr. sem þú getur nýtt þegar þú kaupir þér bíómiða í Smárabíó.
Gildir ekki í lúxussal og íslenskar myndir eða á 3D myndir.
Þú kaupir BíóKlipp í Nova Appinu. Þú smellir á FyrirÞig hjartað í miðjunni neðst á Nova appinu. Þar smellir þú á Klipp og ýtir á BíóKlipp þar sem þú ferð beint í kaupferli til að greiða fyrir klippið og g svo fer BíóKlippið beinustu leið í Vasann í appinu.
Þegar þú ætlar svo að skella þér í bíó og vilt panta þér miða þá vipparu upp Nova appinu og ýtir á "Nota BíóKlipp" en þá kemur upp kóði sem þú afritar til að kaupa miðann á netinu eða sýnir við afgreiðslu þegar þú mætir. Þegar þú ert að greiða fyrir miðann setur þú kóðann í dálkinn sem segir "Strikamerki/Nova 2f1", ýtir á bæta við og þannig virkjast kóðinn.
Ef þú vilt kaupa nokkra miða, þá setur þú einfaldlega kóðann aftur inn í dálkinn og ýtir á "Bæta við".
Þú sérð svo alltaf hvað þú átt mörg klipp eftir í Nova appinu.
Gerðu bíóferðina enþá betri og nældu þér í popp og gos í FríttStöff í Nova appinu bara fyrir þig.