Það er í mörg horn að líta þegar ferðast er erlendis og símasamband er klárlega eitt af þeim. Þess vegna er afar mikilvægt að vera með allt þitt á hreinu í símanum til að komast á netið þegar þú þarft á því að halda!
Byrjaðu á því að opna Nova appið til þess að ganga úr skugga um að það sé opið á notkun erlendis á númerinu þínu - þú getur einnig sent á okkur línu á netspjallinu á nova.is og við græjum þetta með þér.
Opnaðu Nova appið í farsímanum þínum:
Veldu Þjónustur - Farsími - númerið sem er að fara erlendis (skoða) - Stillingar:
Þarft að hafa kveikt á Notkun erlendis, Net í útlöndum og Sms tilkynning. Ef þú ert í AlltSaman þá þarft þú einnig að hafa kveikt á Leyfa aukakostnað í appinu.
Ef þú ert með óskráð frelsi þá þarftu að skrá það áður en þú ferð erlendis, smelltu hér
Smelltu á það stýrikerfi hér fyrir neðan sem þú notar til þess að fara yfir stillingar í símtækinu þínu:
Vandræði erlendis - iPhone
1. Kveiktu á Mobile Data.
Til þess að kveikja á Mobile Data ferð þú inn i Settings - Mobile Data - kveikja á Mobile Data. Þú getur líka dregið gardínuna niður frá hægra efra horninu og valið græna hnappinn.
2. Kveiktu á Data Roaming.
Settings:
Velur Mobile data og velur númerið þitt (ef þú ert með e-sim), smellir á Data Roaming og passar að það sé kveikt á hakinu, grænt:
-> ->
3. Stilltu símann þannig að hann velji viðeigandi símkerfi sjálfur.
Í sama glugga og hérna fyrir ofan, smellir á Network Selection og passar að það sé kveikt á hakinu, grænt
->
Ef þú ert erlendis/þegar þú lendir erlendis þá þarft þú að endurræsa símann núna.
Hafðu slökkt á Airplane Mode, kveikt á Mobile Data, Data Roaming og Automatic (athugaðu að þú gætir þurft að endurræsa símann 1x-2x með korters millibili ef síminn tengist ekki við fyrstu endurræsingu). Ef síminn þinn tengist ekki inn á kerfi við endurræsingu þarft þú að hafa samband við okkur á netspjallinu á nova.is og við komum þér í samband í útlandinu!
Vandræði erlendis - Samsung/Android:
1. Kveiktu á Farsímagögnum/Mobile Data.
Til þess að kveikja þarft þú að fara inn í Stillingar - Tengingar - Gagnanotkun - Farsímagögn - kveikja (blátt hak).
2. Kveiktu á Gagnareiki/Data Roaming.
Til þess að kveikja þarft þú að fara inn í Stillingar - Tengingar - Farsímakerfi - Gagnareiki - kveikja (blátt hak).
-> -> ->
3. Stilltu símann þannig að hann velji viðeigandi símkerfi sjálfur.
Til þess að stilla símann þannig að hann velji símkerfi sjálfur þarft þú að fara inn í Stillingar - Tengingar - Farsímakerfi - Símafyrirtæki - Velja sjálfkrafa.
Frá sömu síðu og hér fyrir ofan smellir þú á Símafyrirtæki - velja sjálfkrafa
->
Ef þú ert erlendis gætir þú þurft að endurræsa símann núna með slökkt á Flugstillingu/Airplane Mode og kveikt á Farsímagögnum, Gagnareiki og Sjálfkrafa val (athugaðu að þú gætir þurft að endurræsa símann 1x-2x með korters millibili ef síminn tengist ekki við fyrstu endurræsingu).
Ef ekkert að ofan töldu kemur þér í samband við umheiminn erlendis þá máttu endilega hringja í okkur í síma 5191919 eða senda okkur línu á spjallinu á nova.is og við lögum þetta með þér!