Hvernig bætir þú skólaskírteini á félaga?
-
Þú þarft að vera admin fyrir skólaskírteinum þíns skólafélags til að geta bætt við skólaskírteini á félaga.
-
Loggaðu þig inná stólinn: https://portal.nova.is/
-
Vinstri valmynd sýnir þar valmöguleika: Félagakort. Þú smellir þar.Þá birtast tveir valmöguleikar: Kort eða Félagar. Þú smellir á Félagar.
Til að bæta við félaga geturu valið á milli þess að bæta einum félaga við í einu eða hlaða upp fleiri félögum á einu bretti með CSV skrá.
Ef þú vilt bæta við einum félaga: Smelltu á Bæta við Félaga og fylltu inn í reitina. Félagi er kominn með kortið í vasann í Nova appinu um leið og þú ýtir á Senda takkann.
Ef þú vilt bæta við mörgum félögum í einu með CSV skrá: Smelltu á Hlaða upp CSV skrá. Þar bætiru skránni við í viðhengi og ýtir á senda.
Til þess að CSV skráin lesist inn þarf hún að vera eftir nákvæmu formi, skoða nákvæmlega myndina fyrir neðan og hermið eftir henni. Hún þarf að vera exportuð sem CSV skrá. Ef það vantar einhverja reiti í CSV skrána þá getur kerfið ekki lesið hana.
Það á aðeins að vera upplýsingar um félaga í CSV skránni, ekki hafa titla fyrir reiti inni í skjalinu eða annað sem á ekki að lesast beint inn í kerfið.
*Mikilvægt ef kennitala byrjar á 0 í excel skjalinu þá þarf að passa að velja reitinn og format "Text". Annars tekur excel skjalið 0-ið út og það virkar ekki að hlaða inn csv skránni.
Ritið upplýsingar um félaga nákvæmlega eftir þessu formi:
Nafn | Kennitala án bandstriks eða bils. | símanúmer án bandstrik eða bils |
Dagsetning |
Anna Sól | 1807654678 | 8764532 |
2024-08-31 |