Kostnaður við símtöl og SMS frá Íslandi til Marokkó er 0 kr. fyrir alla viðskiptavini Nova út 17. september.
Nova vill með þessu móti koma til móts við þá sem eiga ættingja og vini í Marokkó og eiga um sárt að binda vegna náttúruhamfaranna. Viðskiptavinir Nova geta því heyrt ótakmarkað í þeim sem þeim þykir vænt um án þess að greiða fyrir.
Það mun ekki þurfa að breyta neinum stillingum eða gera neitt í símtækjum viðskiptavina, heldur tekur þetta gildi sjálfkrafa.
Láttu í þér heyra og heyrðu í þínum.