Ljós á ráternum, þau ljós sem við viljum sjá:
Power: grænt
WAN: grænt - samband á milli snúru og port 1/2 á ljósleiðaraboxinu
Internet: grænt
wLan: grænt - þráðlaust net
WPS: grænt ef það er í notkun
Ljós og hegðun:
Heiti ljósanna Litur ljósanna Hegðun ljósanna og útskýringar
: nánari útskýringar og bilanagreining má nálgast hér að neðan - hægt er að smella á fyrir sig og fara beint í viðeigandi leiðbeiningar.
Ekkert Power ljós: Slökkt á ráternum eða hann er ekki að fá straum
- Er kveikt á ráternum? (On/Off takki að aftan).
- Taktu straumbreytinn úr ljósleiðaraboxinu og settu í ráterinn, ef ráterinn fer í gang við það getur þú komið í Lágmúla 9 og fengið nýjan straumbreyti fyrir ráterinn. Passaðu að færa straumbreytinn aftur í rétt tæki.
- Ef straumbreytir fyrir ljósleiðarann virkar ekki þarft þú að prófa aðra innstungu/fjöltengi.
- Prófaðu hvort annað tæki virki í sömu innstungu (t.d hleðslutæki fyrir síma) ef straumbreytirinn fyrir ljósleiðarann virkar ekki.
Ef ekkert að ofan töldu virkar þarft þú að koma og skipta ráternum út.
Ekkert WAN ljós: Ráterinn nær ekki sambandi við ljósleiðaraboxið
- Endurræstu ráterinn og ljósleiðaraboxið.
- Fer snúran úr WAN (bláa tengið) í tengi númer 1 á ljósleiðaraboxinu? Ef svo er mælum við með að prófa að færa í port númer 2, ef það virkar ekki þarftu að prófa nýja netsnúru.
- Tengdu ráterinn beint í ljósleiðaraboxið ef hann er tengdur í gegnum vegglagnir til þess að útiloka að lagnirnar séu vandamálið. Tengdu framhjá lögnunum og beint í boxið.
- Liggur frontur ljósleiðaraboxins rétt á boxinu? sjá mynd hér .liggur það saman eða lítur það útfyrir að vera skakkt/púslast ekki saman? ef svo er máttu snúa frontinum með því að setja fingurinn á
- Ef ljósið kemur ekki inn þá getur þú heyrt í okkur á netspjallinu á nova.is. Það er gott að hafa MAC addressu ráters við hendina (þú finnur hana á límmiða undir á ráternum).
Ekkert Internet ljós: Ráterinn er ekki með netsamband
- Endurræstu ráterinn.
- Prófaðu aðra netsnúru.
- Tengdu ráterinn beint í ljósleiðarabox ef hann er tengdur í gegnum vegg lagnir.
- Ef ljósið kemur ekki inn þá getur þú heyrt í okkur á netspjallinu á nova.is. Það er gott að hafa MAC addressu ráters við hendina (þú finnur hana á límmiða undir á ráternum).
Ekkert wLan ljós: Slökkt á þráðlausa netinu/WiFi
- Haltu inni wLan takkanum hægra meginn aftan á ráternum í 3-4 sek.
- Opnaðu appið sem fylgir ráternum og farðu í gegnum skrefin hér að neðan
- Heyrðu í okkur á netspjallinu á nova.is og við hjálpum þér að skrá þig inn á ráterinn og kveikja/staðfesta að kveikt sé á báðum þráðlausu tíðnunum (2.4 og 5.0 (ac)).