Þegar þú kaupir miða á viðburð á Tix.is þá færðu miðann þinn sendann í Vasann í Nova appinu og það kostar ekki krónu! Það þarf ekki lengur að prenta út miða og muna eftir að taka þá með sér, eða gera dauðaleit í tölvupóstinum í símanum þegar þú mætir á tónleikastaðinn. Það er bara allt á sínum stað í Vasanum. Þú þarft ekki að vera með símanúmerið þitt í viðskiptum hjá Nova til að nýta þér þennan snilldar kost, heldur er hann opinn öllum sem sækja appið!
Náðu í Nova appið!
Skrefin:
1. Sæktu Nova appið í App Store eða Play Store fyrir iOS og Android tæki.
2. Veldu innskráningu og sláðu inn símanúmerið þitt.
3. Hinkraðu eftir að fá kóðann sendan til þín í SMS. Sláðu hann svo inn.
4. Á forsíðu velur þú einfaldlega Vasann í slánni neðst á skjánum.
5. Hér sérð þú svo alla miða og kort sem þú átt í Vasanum á símanúmerinu þínu!