3CX tölvusíminn er auðveldur í uppsetningu og býður upp á alla helstu möguleika til að eiga samskipti við vinnufélagana og viðskiptavinina á einfaldan hátt. Í tölvusímanum geturðu hringt og svarað símtölum, séð viðveru vinnufélagana, haldið fjarfundi, stillt eigin viðveru, áframsent símtöl og svo margt fleira. Fylgdu skrefunum hér fyrir neðan og byrjaðu að nota 3CX tölvusímann.
Til þess að fá aðgang inná 3CX innanhússímanúmerið þitt. Þarftu að fá aðgangspóst sendann frá okkur í Nova eða tala við stjórnanda 3CX kerfisins hjá þínu fyrirtæki. Þú mund því næst fá póst sem lítur svona út:
Hér ýtirðu einfaldlega á “ÝTTU HÉR.”
Þér verður svo vísað á síðu það þú ert beðin um að setja upp lykilorð fyrir notandann. Mælum alltaf með að hafa lykilorðin eins örugg og þið getið. En lykilorð þarf að vera 10 letur að lengd og þarf að innihalda há-, lág-, og tölustafi. Það er mjög mikilvægt að lykilorðið sé öruggt.
Þegar þú ýtir á Login ættirðu að fá upp innskráningarsíðuna. Þar seturðu einfaldlega inn EXT númerið þitt, fjögurra stafa númerið sem þér var úthlutað í póstinum og lykilorðið sem þú settir upp.
Búmm! Þú ert komin inná 3CX. Þá er bara að ýta á Apps, ættir að sjá niðri í vinstra horninu. Síðan velurðu hugbúnaðinn (iOS App fyrir Apple, Android App fyrir Android síma, Windows Desktop App fyrir Windows tölvur.) Ef þú ert að setja upp fyrir síma, þá mæli ég með að skoða þessa grein hér um Uppsetning 3CX í snjallsímann.
Þar veljum við einfaldlega install.
Download and install the 3CX Windows Dekstop App
Þegar þú hefur lokið við uppsetningu forritsins í tölvunni, máttu ýta á Provision næst.
Click Provision to automatically connect the App.
PROVISION
Nú er forritið uppsett í tölvunni!
Ef þið eruð með heyrnartól þá mælum við með því að samstilla forritið heyrnartólunum. Þegar þú notar 3CX er best að nota Yealink eða Jabra. En 3CX ætti að styðja flest heyrnartól.
Til þess að samstilla heyrnartólin við 3cx kerfið ýtiði einfaldlega á 3 punktana niðri vinstra meginn og veljið
Því næst veljiði Audio/Video
Til hamingju með 3CX kerfið ykkar!