Huawei V564 ráterinn er mjög einfaldur í notkun. Eingöngu er eitt ljós á honum og það logar ýmist hvítt eða rautt.
Hvítt: netið er virkt
Rautt: netið er ekki virkt
WiFi 6
V564 ráterinn er útbúinn nýjasta þráðlausa staðlinum. WiFi 6 er mun afkastameira en það sem þekkist á hefðbundnum heimilis ráterum. Afköstin skila sér í meiri hraða, betri dreyfingu og stöðugara sambandi.
Hraði
Hraði á þráðlausu sambandi fer eftir aðstæðum en hraðinn á WiFi 6 getur verið allt á milli 200 Mbps - 700 Mbps sem er töluverð hækkun frá eldri WiFi 5 staðlinum sem er alla jafna með 100 Mbps - 500 Mbps.
Dreyfing
WiFi 6 merkið er sterkara vegna fjögurra öfluga loftneta og betrumbættri dreyfingartækni. Þráðlausa merkið mun því drífa lengra en á eldri búnaði.
Stöðugt samband
Öll tækin í kringum okkur sem senda frá sér þráðlaust merki á borð við bluetooth, wifi eða 4g/5g s.s símarnir okkar, snjallheimilis tæki o.fl geta truflað hvort annað og orsakað verra samband. WiFi 6 merkið er sérhannað til þess að höndla öll þessi merki betur og er stöðugara jafnvel við erfiðustu aðstæður.
Álag
Þegar margir eru að nota netið í einu getur það myndað flöskuhálsa og orsakað hægagang á netinu. WiFi 6 getur nýtt bandvíddina töluvert betur með 8 samtímis straumum sem er tvöföldun á 4 samtímis straumum í WiFi 5. Það þýðir einfaldlega að fleiri geti notað netið í einu án vandræða.
Uppsetning
Aftan á ráternum eru þrjú port, þau geta öll verið notuð ýmist sem LAN port til að beintengja tæki við ráterinn eða WAN port til að tengja ráterinn við ljósleiðarabox.
Bláu portin eru fyrir upp að 2.5gb tengingu og það gula er fyrir 1gb tengingu. (2.5gb portin virka líka sem 1gb port).
Þegar kveikt er á ráternum getur tekið allt að 1 mínútu fyrir ljósið að verða hvítt ef ráterinn er tengdur í rafmagn og ljósleiðarabox. Ef það tekur lengri tíma en það, er gott að athuga hvort allt sé rétt tengt og prufa að endurræsingu á ráternum.
ATH. að hefðbundar ljósleiðaratengingar styðja 1gb, heyrðu í okkur á spjallinu á Nova.is ef þú vilt uppfæra í 2.5.gb tengingu.
V564 Mesh tækni
Ef að einn ráter er ekki nóg fyrir húsnæðið þitt vegna stærðar eða erfiðra aðstæðna svo sem þykkir steyptir veggir eða óheppileg staðsetning á ljósleiðaraboxi, þá er ekkert mál að tengja tvo eða fleiri V564 rátera saman til að auka sambandið á svæðum sem einn ráter nær ekki til.
Hægt er að tengja ráterana saman á tvo vegu, annarsvegar með netsnúru á milli þeirra eða þráðlaust. Ef miklar vegalengdir eru á milli rátera s.s á milli hæða er betra að tengja þá saman með snúru. En í flestum öðrum kringumstæðum dugar að láta þá tengjast þráðlaus.
Til þess að tengja þá saman þá tengirðu einfaldlega aðal ráterinn við rafmagn og í ljósleiðaraboxið og bíður eftir því að það komi netsamband á hann. Svo geturðu tengt næsta ráter í rafmagn og tengt netsnúru á milli ráterana ef það er kostur á því, annars dugar að setja hann í samband við rafmagn og eftir stutta stund finna ráterarnir hvorn annan sjálfkrafa og dreyfa netsambandi í alla króka og kima heimilisins.