Það er alltaf gott að vera með símann sinn í nýjustu hugbúnaðaruppfærslunni.
Síminn er þá alltaf með nýjasta stýrikerfið og á bakvið tjöldin eru lagfæringar á þjónustum sem gætu haft áhrif á upplifun þína.
1. Dragðu fingur niður efst á skjánum til að birta gardínuna og smelltu á tannhjólið (stillingar).
2. Smelltu á System
3. System update - ef hugbúnaðaruppfærsla er í boði byrjar síminn að sækja uppfærsluna og þarft þú svo að velja að setja hana upp, en ef síminn er með nýjustu uppfærsluna færðu meldingu þess efnis.