Get ég verið með myndlykil frá Vodafone?
Já, hann tengist í tengi 3 eða 4 á ljósleiðaraboxinu.
Vodafone þjónustar myndlyklana og sjá þeir um að tengja þá inn á áskriftina hjá viðskiptavinum. Ef ljósleiðaraboxið er inni og nettenging er til staðar en myndlykill er úti er best að byrja á því að hafa samband við Vodafone.
Get ég verið með myndlykil frá Símanum?
Já, hægt er að fá nýja 4K myndlykla sem geta verið á hvaða neti sem er.
Myndlykillinn tengist með WiFi við routerinn, en mikilvægt er að tengja hann ekki við með snúru, en það getur valdið truflunum á netinu.
Þess ber þó að geta að það er aðeins hægt að fá fulla virkni á þessum lyklum á nettengingu frá Símanum, þar á meðal HD stöðvar og annað efni.
ATH - myndlyklar Símans nota gagnamagn af ljósleiðaraáskriftinni.
Hvað ef ég er með 4G netþjónustu?
Ef þú ert með 4G box, hnetu o.s.frv þá er hægt að vera með AppleTV og horfa á sjónvarpið þar.
Einnig er hægt að vera með myndlykil frá Símanum en, það gildir það sama og með ljósleiðarann, tengja þarf myndlykilinn við með WIFI og ekki fæst full virkni með lyklunum.
Hvernig tengi ég myndlykil Símans þráðlaust við netið?
1. Staðsettu myndlykil sem næst beininum þínum eða símanum sem myndlykillinn á að tengjast við. Ef það er ekki nógu góð þráðlaus tenging milli myndlykils og netbúnaðar geta komið truflanir á útsendingunni.
2. Byrjaðu á að tengja HDMI snúru milli myndlykilsins og sjónvarpsins.
3. Kveiktu á sjónvarpinu og stilltu á rétta HDMI rás. Á flestum sjónvörpum stendur við HDMI tengið þar sem þú tengdir snúruna og númer hvað HDMI rásin er.
4. Tengdu straumbreytinn við myndlykilinn og settu í samband við rafmagn.
5. Á skjánum mun koma tilkynning um að netsamband náist ekki og þarf þá að ýta á 'Menu' til að fara í stillingar á þráðlausu neti.
6. Fylgdu leiðbeiningunum sem koma á skjáinn hvernig þú tengir myndlykilinn þráðlaust.
Eftir stutta stund kemur upp viðmót Sjónvarps Símans.
En að sjálfsögðu mælum við með Nova TV í Apple TV!