Til að tryggja að skilaboð frá Almannavörnum berist þér alltaf er hægt að hægt að gera eftirfarandi ef þú ert með iPhone-síma:
1. Vista símanúmerið 112 í tengiliði.
2. Fara inn í tengiliðinn og velja „edit“ efst í hægra horninu.
3. Smella á hnapp þar sem hringitónn fyrir textaskilaboð er valinn.
4. Þar býðst að velja neyðarboð, eða „Emergency bypass“.
5. Skynsamlegt er að velja háværan og auðkennandi hringitón svo að boðin skili sér.
Fyrst þarf að vista númerið í símann.
Fara inn í tengiliðinn og velja „edit“ efst í hægra horninu.
Smella á hnapp þar sem hringitónn fyrir textaskilaboð er valinn.
Þar býðst að velja neyðarboð, eða „Emergency bypass.“
Skynsamlegt er að velja háværan og auðkennandi hringitón svo að boðin skili sér.
Upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu um sambærilegar stillingar í öðrum stýrikerfum farsíma. Fréttastofa sendi fyrirspurn um málið á seljendur Android-símtækja og bíður svara við henni.