Það er einfalt að horfa á sjónvarp hjá Nova. Þú sleppir einfaldlega myndlyklinum og nýtir þér nýjar leiðir að ótakmarkaðri afþreyingu í gegnum snjalltæki heimilisins, tölvuna, spjaldtölvuna, Android eða Apple TV-ið. Hér eru nokkrar leiðir sem við mælum með:
- NovaTV fyrir Android, iOS, Android TV og Apple TV og vafra. Allar helstu sjónvarpsstöðvar á Íslandi, bæði í beinni og einnig uppsafnað efni.
- Sjónvarp RÚV er með app fyrir græjur frá Apple og í Android síma. Við mælum með Sjónvarp appinu á Apple TV 4 fyrir hámarksupplifun. Kynntu þér Sjónvarp betur.
- Netflix er líka til á Íslandi! Þar færðu allt það nýjasta sem Netflix sendir frá sér. Glás af erlendu efni, helling með íslenskum texta og íslenskir þættir eru farnir að birtast þar líka. Þú finnur allt um Netflix á vefnum þeirra.
- YouTube, þessa margfrægu efnisveitu er hægt nálgast í gegnum flest snjalltæki og snjallsjónvörp. YouTube er með hellingsgommu af allskonar efni og þar geta allir fundið sér eitthvað.
- Disney+ fyrir Android, iOS, Android TV og Apple TV.
Disney+ er komið til Íslands svo nú er ennþá auðveldara að losa sig við myndlykilinn. Við fögnum komu Disney+ og trúum því að framtíð sjónvarps sé á netinu! Aukið úrval af afþreyingu er himnasending inn í lífið. - Google Play Videos þeir sem eru með Android snjalltæki eða snjallsjónvarp geta leigt sér spólu á Google Play Videos, eða þá keypt sem reyndar kostar meira. Eina sem þú þarft að gera að skrá þig inn með Google aðgangi og setja inn greiðslukort.
Ef þú ert með Ljósleiðara hjá Nova og myndlykill frá Vodafone eða Símanum getur þú verið með myndlykilinn áfram en við mælum með að þú segir bless við óþarfa mánaðargjald.