Byrjaðu á því að athuga hvort þú sért ekki örugglega með góða nettengingu - taktu hraðapróf á tæki sem er tengt heimanetinu á Speedtest.net (Passa að velja Nova Reykjavík sem server).
Hægt er að lappa upp á slappar tengingar í sumum tilfellum með því að endurræsa bæði ljósleiðarabox og ráter (Taka úr sambandi við rafmagn).
Ef það virkar ekki til að laga ástandið þá má endilega kanna hvort búnaðurinn sem þú notar til að horfa á Nova TV þurfi uppfærslu (Software Update) - AndroidTV eða AppleTV.
Kannaðu einnig hvort þú sért með nýjustu útgáfu af Nova TV appinu í tækinu þínu - við erum alltaf að lagfæra og bæta appið til að allir geti horft á sjónvarpið án vandræða!
Ef Nova TV virkar ekki enn, hafðu þá samband við okkur í þjónustuveri í 519-1919 eða á spjallinu á nova.is