Aukakort er auka netkort sem t.d. er hægt að nota í spjaldtölvu, 4.5G netbúnað eða snjalltæki. Aukakort eru einungis í boði fyrir þá sem eru í Áskrift með farsímann sinn hjá Nova, með netpakka.
Aukakortið deilir þá netpakkanum með farsímanum. Ef flakkað er um Evrópu (EES) er einnig hægt að deila innifalda EES gagnamagninu.
Þetta þýðir að ef þú ert með ótakmarkað net í farsímann í gegnum Ljósleiðara eða AlltSaman þá er ekki í boði að vera með aukakort á þeim þjónustum.
Aukakort kosta ekki krónu - heyrðu í okkur og klárum málið saman!
Uppsögn
Ef farsímanúmeri er sagt upp eða flutt annað, segist Aukakortið einnig upp í leiðinni. Ef óskað er eftir því að segja Aukakortinu upp, þarf bara að hafa samband við okkur og við klárum það saman.