Ljósleiðari Nova styður allt að 10.000 Mb/s sem er mesti fáanlegi hraði á einstaklingsmarkaði á Íslandi. Langflestar heimilistengingar eru 1.000 megabitar, sem eru feikinóg af megabitum til að keyra öll snjalltæki heimilis í einu. Þetta eru 1.000 megabitar til og frá þér.
1.000 Mb/s er mjög hratt. Alltof hratt fyrir bara eitt tæki, en fínt fyrir heimili með mörgum snjalltækjum. Ef þrír á heimili eru að streyma myndefni á sama tíma þarf 75 megabita hraða og ef allir spóla á sama tíma getur þörfin farið yfir 200 Mb/s. Netleikjaspilun þarf 1-5 megabita, og mjög lágan svartíma (sem ljósleiðari og góður ráter höndla vel saman).
Á þjónustusvæði Ljósleiðarans hf. er í boði allt að 10.000 Mb/s sem er það mesta sem er í boði fyrir heimilistengingar á Íslandi, hins vegar eru flest tæki á heimilum landsins takmörkuð við 1.000 Mb/s svo 10.000 Mb/s er aðeins fyrir þau allra kröfuhörðustu. Ef þú ert kröfuharður notandi og þarft að geta sent frá þér og tekið á móti stórum gagnaskrám á stuttum tíma er 10.000 Mb/shjá Nova algjörlega málið. Þú þarft bara að finna rétta netbúnaðinn og eignast hann alveg einn!
Á þjónustusvæði Tengir á Akureyri er mesti hraðinn í boði 1.000 Mb/s, sem eins og við komum inn á áðan, feikinóg af megabitum til að keyra öll snjalltæki heimilisins í einu.