Ljósleiðari hjá Nova er öflug háhraða nettenging inn á nútímaheimilið. Nova býður ljósleiðaraþjónustu á kerfi Ljósleiðarans ehf. sem styður mesta hraða í heimatengingum sem hægt er að fá á Íslandi, 1.000 Mb/s hraða.
1.000 Mb/s er mjög hratt. Alltof hratt fyrir bara eitt tæki, en fínt fyrir heimili með mörgum snjalltækjum.
Með meiri hraða, aukast gæðin. Sjónvarpið fer í 4K, 12 megapixla ljósmyndir birtast leiftursnöggt úr skýjunum og þú ert enga stund að ná í stóra nýja leiki.
Einn sjónvarpsstraumur í 4K tekur allt frá 15 upp í 25 megabita og hraðinn tvöfaldast þegar þú spólar. Ef þrír horfa á sama tíma þarf 75 megabita og ef allir spóla á sama tíma getur þörfin farið yfir 200 Mb/s Netleikjaspilun þarf 1-5 megabita, og mjög lágan svartíma (sem ljósleiðari og góður beinir höndla vel saman).