Hvernig flyt ég Ljósleiðara?
Það á ekki að færa núverandi ljósleiðarabox. Boxin eru ekki flutt á milli heimila, heldur sitja sem fastast. Ef það er fiktað í þeim, er hætta á að slíta Ljósleiðarann.
(Þegar þú málar þá er betra að hreyfa ekki við ljósleiðaraboxinu, því þá er séns á að skemma þráðinn sem liggur inn í tækið. Við mælum því með að taka bara straumbreytinn frá og setja málningarlímband í kringum boxið, svo það sé ekki málað á það.)
En netbeinirinn má fylgja með á nýtt heimilisfang!
Byrjaðu á því að athuga hvort heimili þitt sé með aðgang að Ljósleiðara. Skráðu flutninginn þinn svo með nokkurra daga fyrirvara.. Það tekur smá tíma að flytja netið þitt á milli og stundum vantar jafnvel ljósleiðarabox á ný heimili. Þeir sem eru með nýjasta ljósleiðaraboxið á nýjum stað komast hratt og örugglega í samband aftur.
Hvernig breyti ég um greiðslumáta?
Var gamla greiðslukortið að renna út og þú fékkst nýtt? Ekkert mál.
Viltu greiða reikninginn í netbanka? Ekkert mál.
Heyrðu í okkur á Netspjallinu og við klárum málið saman.
Hvernig breyti ég pakkanum mínum?
Ef þú vilt breyta um þjónustuleið, stækka eða minnka pakkan þá gerir þú það í Nova appinu eða í Stólnum á nova.is, athugaðu að sú breyting gildir frá og með næstu mánaðamótum. Ef þú lendir í vandræðum getur þú líka haft samband við okkur á Netspjallinu.