Er þráðlausa netið niðri? Virðist netið virka en ekki þráðlausa netið? Hér eru nokkur ráð:
- Er slökkt á þráðlausa netinu á ráternum? Á ráternum ætti að vera ljós fyrir WLAN eða Wi-Fi. Ef það vantar þá þarf að kveikja á því. Okkar ráter er með WLAN takka á hægri hlið. Haltu honum inni í 2-3 sek til að kveikja á því.
- Er slökkt á þráðlausa netinu á tölvunni þinni? Það getur gerst. Margar tölvur eru með sérstakan takka til að slökkva á netinu, eða nota [FN]+[takki] til að slökkva á því. Oftast er táknið fyrir þráðlausa netið einhvers konar radíóturn. Apple tölvur eru reyndar ekki með þannig takka, en hægt er að kveikja á því með því að smella á girnilegu pizzasneiðina efst hægra megin hjá klukkunni og velja ‘Turn Wi-Fi On’.