GB eða gígabæti (gigabyte) er magnmæling fyrir nettengingar. Eitt gígabæti eru þúsund megabæti.
Einn þáttur á Netflix í venjulegum gæðum (720x480) er í kringum 280 megabæti (0,28 GB) og í háskerpu um 440 megabæti (0,44 GB).
Einn hágæðastraumur (1080p) frá YouTube notar 4,5 megabita á sekúndu eða 0,5625 megabæti á sekúndu. Þannig eru 10 mínútur frá YouTube alls um 337,5 megabæti.
Til viðmiðunar er hægt að segja að Netflix notar u.þ.b. 1 GB per klst., en þegar horft er á efni í HD gæðum er gagnamagnið um 3 GB per klst. skv. upplýsingum um notkun frá Netflix.