Æi, er netið eitthvað að stríða? Allt í góðu, ekki missa stjórnina. Hér er einföld skyndihjálp til að koma þér aftur í samband.
-
Ertu örugglega með inneign?
-
Er kveikt á 4G/4.5G búnaði og hann hlaðinn?
-
Er 4G búnaðurinn þinn með samband við netið? Á flestum 4G/4.5G búnaði er hægt að sjá hvort það sé samband við kerfið. Oftast eru þetta stighækkandi strik, eins og á farsímum. Grænt ljós er gott merki, gult er slappt merki og rautt er ekkert merki. Ef þú ert með snjallsíma þá getur þú prófað sambandið með honum og hraðamælt það með Speedtest.net appinu. Ef þú þarft að fylla á inneign þá er það hægt hér.
-
Endurræstu 4G/4.5G netbúnaðinn þinn eða taktu 4G punginn úr tölvunni og settu aftur í samband. Það gæti verið sniðugt að endurræsa tölvu ef þú tekur pung úr sambandi.
-
Gætu verið einhverjar DNS stillingar?
-
Ekkert að þessu? Nú jæja. Þá er komið að því að heyra í okkur á netspjallinu eða í 519 1919 og fá tæknilega aðstoð og áfallahjálp.