Þú getur horft á NovaTV í símanum, spjaldtölvunni, snjallsjónvarpinu, í vafra og í Apple TV eða Android TV.
Get ég horft á NovaTV í Apple TV?
Heldur betur! NovaTV appið í AppleTV er glæsilegt og þú finnur það í App Store í græjunni þinni.
Þegar þú hefur sótt appið smellir þú á efni til að horfa á og færð upp skráningarglugga. Þar getur þú búið þér til aðgang eða ef þú átt nú þegar NovaTV aðgang þá skráir þú þig einfaldlega inn og byrjar að glápa!
Get ég horft á NovaTV í Android TV?
Já, svo sannarlega! NovaTV er til fyrir Android TV og þú finnur það í Google Play. Smelltu á Install hnappinn í Google Play og veldu það Android TV tæki sem þú vilt setja Nova TV upp á.
Ef ekkert Android TV tæki birtist í listanum þínum, getur verið að þú eigir eftir að skrá þig inn á tækið með Google notandanum, eða sért ekki með sama notanda í vafranum - já, eða að tækið þitt sé ekki Android TV snjallsjónvarp (sjá hér).
Get ég horft á NovaTV í snjallsjónvarpinu mínu?
Sony, Philips og Sharp tæki eru farin að koma með Android TV stýrikerfi.
Enox tæki sem hafa verið vinsæl á Íslandi eru með Android TV stýrikerfi, en mörg þeirra með eldri útgáfu af Android TV sem styður ekki NovaTV fyllilega.
Samsung (Tizen) týpur yngri en 2017 og LG (WebOs) eru komin með stuðning og því virkar NovaTV á þeim tegundum.
Hægt er að fá sér Apple TV eða Android TV, s.s. Xiaomi MiBox eða Nvidia Shield til að setja upp NovaTV á heimilinu ef snjallsjónvarpið þitt er ekki stutt.
Sjá nánar um Android TV: http://android.com/tv/
Það eina sem þú þarft er nettenging, hvort sem það er 4.5G, 5G, Ljósleiðari eða eitthvað annað sem kemur þér á netið.
Náðu þér í Nova TV í snjallgræjuna þína strax í dag!