Sony, Philips og Sharp tæki eru farin að koma með Android TV stýrikerfi.
Enox tæki sem hafa verið vinsæl á Íslandi eru með Android TV stýrikerfi, en mörg þeirra með eldri útgáfu af Android TV sem styður ekki NovaTV fyllilega.
LG snjallsjónvörp keyra á WebOs stýrikerfi sem NovaTV styður, og því er hægt að hlaða NovaTV appinu beint í LG snjallsjónvörp.
Samsung snjallsjónvarp geta náð í NovaTV ef tækið er nýlegt (2017 eða nýrra).
Ef þú finnur ekki NovaTV í tækinu eða í leitinni þá mun NovaTV því miður ekki verða stutt í því tæki.
Hægt er að fá sér Apple TV eða Android TV, s.s. Xiaomi MiBox eða Nvidia Shield til að setja upp NovaTV á heimilinu ef snjallsjónvarpið þitt er ekki stutt.
Sjá nánar um Android TV: http://android.com/tv/