VoLTE er stytting á Voice over Long-Term Evolution en þá fer símtalið í raun yfir netið, einskonar háskerpusímtal.
Nova var fyrst til að koma með þessa lausn á Íslandi og styðja allir helstu símarnir í dag VoLTE.
Þú þarft bara að passa að hafa kveikt á því í símtækinu hjá þér og þú munt strax heyra muninn því hljóðgæðin eru mun betri heldur en gengur og gerist.