Það virkar oft að slökkva og kveikja á farsímanum svo það er gott að byrja á því. Þá velur síminn sjálfvirkt eitt af símafélögunum í útlandinu.
Ef það virkar ekki getur þú prófað að velja símafélag handvirkt. Í flestum símatækjum er það gert í stillingum og valið carrier eða mobile network.
Ef netið virkar ekki er gott að athuga fyrst hvort það sé ekki örugglega kveikt á Data Roaming, en það þarf að vera kveikt til þess að geta notað netið erlendis.
Einnig er gott að slökkva og kveikja á tækinu ef netið dettur ekki strax inn.
Í Nova appinu eru einnig stillingar sem þú getur stjórnað „Notkun erlendis“ og „Netið í símann erlendis“, þær gætu verið lokaðar.
Athugið ef þú ert ekki með net eða WiFi getur þú ekki kveikt á stillingunum, en þú getur líka heyrt í okkur á netspjallinu eða í þjónustuver okkar í síma 519 1919.