Áskrift er þjónustuleið í farsímaþjónustu sem er greidd eftir á. Í farsímaþjónustu hjá Nova bæði Áskrift og Frelsi er frítt að hringja og senda SMS á Íslandi og líka þegar þú ert í Evrópu (EES).
Í Áskrift velur þú þá áskriftarleið út frá þinni netnotkun, síðan getur þú valið um aukaþjónustur eins og útlandapakka, ferðapakka og aukakort. Þú velur svo hvort þú vilt greiða fyrir áskriftina í heimabankanum þínum eða lætur skuldfæra hana af kreditkorti sjálfkrafa.
Ef þú klárar netpakkann þinn þá sjáum við til þess að þú sért alltaf með besta dílinn og þú stækkar sjálfkrafa í næsta netpakka fyrir ofan.
Áskrift getur kostað allskonar, það veltur á því hversu mikið net þú þarft, hvort þú hringir til útlanda o.s.frv. Skoðaðu verðskrána hér.
Í Stólnum í Nova appinu og á nova.is er síðan ekkert mál að fylgjast með allri þinni notkun svo þú hefur fulla stjórn á öllum þínum málum.