Ef þú ert að fá ljósleiðara í fyrsta skipti eða heimilið þitt þá hefur þú samband við okkur á Netspjallinu á nova.is.
Ef þú ert ofboðslega sjálfstæður einstaklingur þá getur þú skellt þér hingað og græjað dæmið!
Í framhaldinu hefur Ljósleiðarinn ehf. samband við þig með góðum fyrirvara og kemur svo og tengir allt heila klabbið. Það kostar ekkert. Uppsetningin tekur oftast um 3–4 tíma, mögulega lengur eftir aðstæðum.
Ef þú ert nú þegar með ljósleiðaratengingu á kerfi Ljósleiðarans ehf. þá er ekkert mál að flytja þjónustuna til Nova.
Eina sem þú þarft er Nova ráter (WiFi router) og við komum þér í samband samdægurs. Vúhú!