Það er ókeypis að hringja og senda SMS á Íslandi, alveg sama hjá hvaða símfyrirtæki þú ert, en þú borgar fyrir gagnamagn og netnotkun.
Svo ef þú ert með símanúmer í Frelsi og gerir ekkert annað en að hringja og senda SMS þá er það í grunninn ókeypis, en þú þarft að greiða inná númerið á þriggja mánaða fresti til þess að halda númerinu virku.
- Ef ekki er fyllt á númer í 3 mánuði þá lokast fyrir úthringingar, en þú getur ennþá tekið á móti símtölum.
- Ef ekki er fyllt á númer í 8 mánuði þá er ennþá lokað fyrir úthringingar og þú getur ekki tekið á móti símtölum.
- Ef ekki er fyllt á númer í 18 mánuði þá verður númerið óvirkt.
Ef þú vilt bara tala og senda SMS á vini þína þá mælum við með Núll hjá Nova en það breytir öllu fyrir þá sem vilja bara tala. Þú þarft bara að vera hjá Nova, í hópi ánægðustu viðskiptavina á Íslandi — alveg frítt.