Það er ýmislegt sem getur haft áhrif á merkið. Til dæmis ef beinir er inni í skáp, nálægt málmum, lokaður af hjá burðarvegg eða nálægt öðrum þráðlausum tækjum (heimasíma, örbylgjuofn o.s.frv.). Eins ef beinirinn er fjörgamall (+4 ára), tíðnin er 5GHz, eða heimilið einfaldlega of stórt.
- Beinar eiga helst ekki vera í skápum. Best er að geyma þá í mannhæð og í miðri íbúð (eða mitt á milli staðana þar sem þú notar netið).
- 5GHz tíðnin (AC) er mun hraðari en 2,4GHz, en nær ekki eins langt. Skiptu í 2,4GHz ef þú ert með lélegt merki eða bættu við þráðlausum punkti.
- Málmar, eins og járnabindingar í burðarveggjum eða klæðningar, éta upp þráðlaust net. Best er að forðast þá, annað hvort með betri staðsetningu beinis eða með því að bæta við þráðlausum punkti til að koma merki fram hjá hindrun.
- Sum heimili eru bara of stór. Einn beinir getur sinnt 100 fermetra íbúð nokkuð vel. Allt yfir það, eða önnur hæð, gerir allt mun erfiðra fyrir þennan eina beini. Bættu við þráðlausum punkti á seinni hæðina og það bjargar þér.
Við mælum alltaf með að tengja þráðlausa punkta með snúru en ekki þráðlaust. Endurvarp á lélegu merki verður áfram lélegt.
Nova býður einnig upp á aðra lausn fyrir stærri heimili. Kíktu á barinn hjá Nova og skoðaðu úrvalið.