Fyrir heimili eða fyrirtæki sem vilja öflugt háhraða net ættu að fá sér 4G eða 4.5G box.
4G box og 4.5G box eru netbeinar (router) sem aðeins þarf að stinga í samband við rafmagn og þú færð blússandi þráðlaust netsamband sem allt að 64 tæki geta tengst. Einnig bjóða boxin upp á netsnúrusamband fyrir fjórar tölvur.
4G box styður allt að 300 Mb/s og 4.5G box styður allt að 600 Mb/s. Hægt er að velja um að kaupa græjurnar með eða án þjónustusamnings. Einnig er nú hægt að leigja 4.5G box í stað þess að kaupa! Best er að heyra í okkur til þess á netspjallinu eða þjónustuver okkar í síma 519 1919.
Loftbelgur er 4.5G box með áföstu loftneti sem hentar vel fyrir þá eru með tæpt netsamband.
Oftast nær búnaðurinn góðu sambandi án loftnets. Hægt er að nota síma til að mæla sambandið áður en splæst er í græjuna, t.d. með Speedtest.net appinu.
Þú þarft að minnsta kosti 4 megabita á sekúndu til að streyma Youtube myndbandi og eiga smá bandvídd eftir. Gott samband er yfir 15 megabitum á sekúndur. Rosalega gott samband er frá 30 mb/s.
Þú getur einnig bætt samband þitt með loftneti ef þú ert með 4G box sem er með loftnetstengi.
Fyrir þá sem eru á ferðinni og vilja tengja mörg tæki, þá er 4G hneta málið. Hnetan er í raun 4G ráter með rafhlöðu og þráðlausu neti þannig fleiri en eitt tæki geta tengst.
Get ég notað minn eigin netbeini?
Jebbs, ef hann styður 4G tíðnir Nova og hægt er að handstilla hann fyrir okkar samband. 4G búnaður sem er keyptur erlendis á sérkjörum fjarskiptafélags getur stundum verið lokaður og læstur.
Setja þarf inn internet.nova.is sem APN og símkort frá Nova. Ef það gengur ekki, getur verið sniðugt að núllstilla tækið og prófa að setja inn stillingar aftur.