Ef það er eitthvað verra en að skera sig ítrekað á pappírsblaði, þá er það hæg nettenging.
Ef þú ert með snjallsíma og Nova áskrift, þá getur þú notað símann til að mæla hraðann á netinu með Speedtest.net appinu. Athugaðu fyrst hvort þú getir fært 4G/4.5G búnaðinn þinn á stað með betra sambandi.
Ef þú ert með fullt samband en samt hægt net, getur ýmislegt annað verið að. Hér eru nokkur einföld skref til að koma netinu aftur á réttan hraða:
-
Endurræstu öll tæki, 4G búnað og tæki sem tengjast netinu. Byrjaðu á því að kveikja bara á einu tæki og mældu hraðann á því tæki. Ef það tæki fær góðan hraða, þá gæti vandamálið verið að eitt tækið eða ein tölvan sé að taka hraða frá öðrum tækjum. Skýjaafritunarlausnir (Dropbox), P2P umferð (BitTorrent) og streymi á myndböndum í hágæðum geta auðveldlega tekið alla bandvíddina frá öðrum.
-
Athugaðu DNS eða VPN stillingar. Ef þú notar slíkt, getur það hægt verulega á netinu þínu.
-
Vírus- og netvarnir geta haft áhrif á nethraða og gæti verið sniðugt að slökkva á þeim tímabundið til að útiloka varnir.
-
Stundum, þar sem margt fólk kemur saman, getur verið álag á 4G/4.5G sendunum okkar. Þá er minna af bandvídd í boði og netið hægara.