Svona setur þú upp Apple Pay í iPhone-inn þinn:
SKRÁNING MEÐ APPLE WALLET
- Ýttu á plúsmerkið og fylgdu leiðbeiningunum.
- Skráðu kortið þitt annaðhvort handvirkt eða lestu inn kortið með myndavélinni með því að staðsetja það innan rammans sem birtist á skjánum.
- Staðfestu kortið, skilmála og öryggisþætti.
- Þegar kortið hefur verið staðfest smellir þú á Næsta og þú getur nú borgað með Apple Pay.
Hvernig borga ég með Apple Pay:
Til að borga með FaceID smellirðu tvisvar á hliðartakkann, horfir á skjáinn og heldur síðan símanum upp að kortalesaranum.
Leiðbeiningamyndband frá Apple :https://www.apple.com/apple-pay/#face-id
Með TouchID heldurðu símanum upp að kortalesaranum með fingurinn á skannanum.
https://www.apple.com/apple-pay/#film-stores
Með Apple Watch smellirðu tvisvar á hliðartakkann og heldur síðan úrinu upp að kortalesaranum.