SMS er sent til allra þeirra sem fara í varanlegt reiki.
Ef þú vilt athuga hvort það sé enn þá í gildi getur þú athugað í Stólnum - Stillingar í Nova appinu hvort að stillingin Tímabundin opnun á varanlegu reiki sé til staðar, ef svo er þá ertu ennþá í varanlegu reiki þegar þú ert erlendis. Þar er einnig hægt að opna tímabundið fyrir varanlegt reiki í sömu stillingum í Nova appinu.
Starfsmenn Nova geta einnig séð hvort númerið sé í varanlegu reiki. Hafðu samband við okkur í þjónustuveri í 519-1919 eða á spjallinu á Nova.is