Þegar þú sendir iPhone símann þinn í viðgerð er ekki nóg að slökkva bara á honum, heldur þarftu líka að muna eftir að slökkva á FMI (Find My iPhone) svo viðgerðaraðilarnir megi gera við símann og koma honum í gott stand aftur.
Þú getur græjað þetta með tveimur leiðum.
1) Slökkva á FMI í símanum.
Síminn þarf að vera WIFI tengdur og þú ferð í Settings – iCloud – Find My – OFF.
Passaðu að leyfa símanum að klára að slökkva á FMI og hinkraðu eftir staðfestingunni. Þegar staðfestingin er komin þá er síminn klár í að fara í viðgerð.
2) Slökkva á FMI á Icloud.com í vafra.
Þar er byrjarðu á að skrá þig inn með AppleID - velur Find iPhone og að lokum Remove. Passaðu bara að velja rétt tæki. Nú getur þú skottast með græjuna í viðgerð.