Í þessari grein förum við yfir hvernig á að virkja símtalsflutningur í símtækinu sjálfu.
Athugið að ekki er hægt að áframsenda símtöl í erlend símanúmer.
Boðið er upp á að:
-Áframsenda öll símtöl
-Áframsenda ef númerið er á tali
-Áframsenda ef ekki er svarað eða ef slökkt er á símanum/hann utan þjónustusvæðis.
Til þess að virkja símtalsflutning í íslenskt símanúmer í símtækinu sjálfu fylgir þú þessum leiðbeiningum:
Opnar síma appið.
Velur 3 punktana uppi í hægra horninu.
Stillingar.
Viðbótarþjónusta.
Símtal framsent.
Raddsímtal -> Velur þar hvaða símtöl á að áframsenda.
Setur númerið inn með +354 fyrir framan og velur að lokum Gera virkt.
Ef taka á flutninginn af förum við í gegnum sama skref nema veljum ''Slökkva''.
Sjá í myndrænu formi: