Í þessari grein förum við yfir hvernig Mii Box er sett upp, fylgdu myndunum hér fyrir neðan.
Til að byrja þarft þú að para saman Mii Boxið og fjarstýringuna. Það er gert með því að halda tveimur tökkum inni samtímis, eins og sést á myndinni hérna að neðan:
Næst velur þú tungumál:
Hægt er að setja upp tækið með öðru Android tæki, en í þessari grein verður farið í gegnum alla uppsetninguna frá grunni:
Næsta skref er að tengja boxið við heimanetið:
Þú þarft að skrá þig inná Google aðganginn þinn til þess að geta nálgast öpp og nýta tækið til fulls:
Þegar þú ert komin/n/ð inná aðganginn þinn velur þú næst hvort það eigi að vera kveikt eða slökkt á staðsetningu:
Veljum því næst hvort tækið megi senda gögn til að hjálpa til við að bæta Android kerfið:
Næst velur þú Continue v/ uppsetningu á Google Assistant - þú getur valið hvort það sé virkt eða ekki á næstu glæru:
Næst gefur þú Android TV tækinu þínu nafn:
Nú er uppsetningu lokið og tækið tilbúið til notkunar: