- Það fyrsta sem þarf að gera að fara inná stillingarsíðuna. Til þess að komast þangað inn þarftu að fara í browserinn (vafrann) hjá þér og stimpla inn : 192.168.8.1
- Efst í hægra horninu núna stendur log in. Þar seturu inn username-ið admin og svo passwordið sem þú valdir þegar þú skráðir þig fyrst inn, að öllum líkindum er það líka admin eða WiFi lykilorðið. Ef þú ert að skrá þig inná routerinn í fyrsta skipti, ýttu þá hér.
- Hér fyrir neðan sérðu svo hvaða tæki eru tengd við routerinn og hvernig hægt er að blocka ákveðin tæki.
Á eldri routerum er aðeins hægt að sjá tæki sem eru tengd á WiFi og koma beintengd tæki því ekki fram.