Til þess að komast á netið þurfa Power, WAN, Internet og WLAN ljósin að loga.
Ekkert power ljós: Slökkt á router eða hann er ekki að fá straum
- Er kveikt á router? (On/Off takki)
- Taka straumbreyti úr ljósleiðaraboxinu og setja í router.
- Ef router fer í gang við það getur þú komið í næstu verslun og fengið nýjan straumbreyti.
- Ef það virkar ekki má prófa aðra innstungu/fjöltengi og loks kanna hvort annað tæki virki í sömu innstungu.
Ekkert Internet ljós: Router er ekki með netsamband
-Endurræsa.
-Prófa aðra netsnúru
-Tengja ráter beint í ljósleiðarabox ef hann er tengdur í gegnum vegglagnir.
Ekkert WAN ljós: Router nær ekki sambandi við boxið
-Endurræsa.
-Er snúran úr WAN(Bláa tengið) í tengi nr. 1 á ljósleiðaraboxinu?
-Ef svo er má prófa aðra netsnúru, prófa tengi nr. 2 á ljósleiðaraboxinu.
-Tengja ráter beint í ljósleiðarabox ef hann er tengdur í gegnum vegglagnir.
Ekkert WLAN ljós: Slökkt á þráðlausa netinu/WiFi
-Er slökkt á þráðlausa netinu á ráternum?
Ef öll ljós eru í lagi hér er möguleiki á að sökudólgurinn sé ljósleiðaraboxið.