Þú getur sett lás á Huawei - HG659 ljósleiðararáterinn frá Nova.
Þetta er mjög gagnlegt til að koma í veg fyrir óþarfa netráp hjá fjölskyldumeðlimum á ókristilegum tíma eða ef þú vilt hafa lokað á ákveðnar heimasíður.
Opnaðu 192.168.1.1 í vafra á tæki sem er tengt við ráterinn og skráðu þig inn með notendanafninu Useradmin og lykilorðinu @HuaweiHgw
(Þessar upplýsingar eru skráðar á límmiða aftan á ráternum).
Mundu að reglan segir til um hvenær á að vera opið á netið en ekki hvenær á að vera lokað á netið.
Byrja þarf á að stilla innri tímann í routernum svo að parental control virki á réttum tímum.
Veldu Internet -> Internet Services, og svo Simple Network Time Protocol og hakaðu í Enable SNTP og Save.
Næst velur þú Parental Control sem er einnig inni í Internet.
Í Time Rules er hægt að stilla þann tíma sem má vera opið á netið
Farðu í New time rule.
Í Rule Name skráir þú hvað reglan á heita - t.d. Lokun á neti milli 22:30 og 08:00
Times Allowed er tíminn sem má vera opið á netið þannig ef það á að loka á netið frá 22:30 til 08:00 setur þú 08:00 í fyrri reitinn og 22:30 í seinni reitinn.
"Everyday" er ef það á að vera opið á netið á sama tíma alla daga en í "Every Week" er hægt að velja mismunandi reglur, t.d. fyrir virka daga og helgar.
Í ''Apply to'' veljum við hvaða tæki þessi regla á að gilda fyrir. Hægt er að haka í ''Select all'' fyrir öll tæki sem tengd eru við netið eða hakað handvirkt í þau tæki sem þetta á að gilda fyrir.
Vistum svo aðgerðina með því að ýta á "Save"
Annar möguleiki er að loka á ákveðnar síður og er það gert í URL Filter
Þar er valið "New URL Filter" og í URL: er síðan sett inn sem á að loka fyrir.
Sem dæmi ef á að loka fyrir mbl.is setjum við inn http://mbl.is og ýtum á "Save"
Það þarf að loka á hverja síðu fyrir sig, því ekki er hægt að loka á ákveðinn flokk á síðum.
Einnig er hægt að smella á "Manage Devices Manually" og þar er hægt að stilla hvaða tæki eiga að vera hluti af þessari lokun.