Nova TV er takmarkað við notkun á Íslandi þar sem rétthafar efnis krefjast þess. Þegar Nova TV er ræst og einnig þegar straumar eru spilaðir, þá athugar appið staðsetningu á notandanum.
Ef notendur er með uppsett DNS eða VPN á sínu neti, t.d. til að horfa á bandarískar efnisveitur eins og Netflix, Hulu eða HBO, þá getur sú uppsetning truflað niðurstöðuna í ofangreindri uppflettingu og lokað á notkun Nova TV.
Villan: Tókst ekki að finna staðsetningu. Vinsamlegast athugaðu stillingar á nettengingu.
Þessi villa er líka þekkt þegar viðkomandi er með uppsett Google WiFi og/eða notar DNS 8.8.8.8, sem er DNS þjónusta Google. Þá virðist Nova TV ekki alltaf skynja rétta staðsetningu, en gæti gert það stundum þó.
Gott er að byrja á því að fara í netstillingar á tæki sem verið er að horfa á, t.d. á Apple TV:
Settings -> Network -> Velja svo þráðlausa netið
Verið viss um að í Configure DNS sé valið Automatic eða DNS þjónusta sem er á Íslandi.
Ef um Google WiFi þráðlausan búnað er um að ræða þarf að fara í Stillingar -> DNS og velja þar ISP's DNS. Þetta ætti að tryggja að router skili íslenskum niðurstöðum.
Ef þetta virkar ekki má endilega hafa samband við okkur í þjónustuveri í 519-1919 eða á netspjallinu okkar.