Þú skráir þig í AlltSaman með kredit- eða debetkorti, prófar frítt í mánuð og svo einfaldlega borgar þú eitt fast verð á mánuði fyrir AlltSaman. Einn greiðandi er skráður fyrir öllu saman og greiðsla er tekin daginn sem þú skráðir þig í pakkann (svona eins og Netflix, Spotify og Nova TV fattarðu). Þú greiðir svo fyrir AlltSaman á mánaðarfresti. Ef þú skráir þig 10.apríl í AlltSaman greiðir þú næst 10.maí og koll af kolli um ókomna gleðilega tíð.
Til að geta boðið þér allra besta dílinn er einungis hægt að greiða fyrir AlltSaman með greiðslukorti.
Þú byrjar á því að fara inn á nova.is/alltsaman og velur þann pakka sem þú hefur áhuga á að fá!
Þegar þú klárar innskráningu með rafrænum skilríkjum eða símanúmeri færð þú yfirlit yfir pöntunina þína, hvað þú ert að panta, hverjar greiðslurnar eru og hvaða dag greiðsla er tekin.
Hér skráir þú það kort sem þú vilt að sé notað til þess að greiða. Hér getur þú valið að greiða með vistuðu korti eða bætt við því korti sem þér hentar!