Þú getur skoðað hvort símtækið styðji 5G í stillingum og á GSM arena en þau símtæki sem eru fáanleg á Íslandi og styðja 5G eru meðal annars Samsung S20+, S20 Ultra og OnePlus 8. Við bíðum eftir að Apple og aðrir stórir framleiðendur opni á 5G á Íslandi svo þú getir flogið inn í framtíðina! Allir stærstu framleiðendur heims hafa tilkynnt að næstu tæki muni styðja 5G. Það eru allir æstir í að vera memm í framtíðinni!
En þú getur kíkt í heimsókn í Nova Lágmúla og fengið að prófa 5G tengda tölvu og síma hjá okkur!
5G hraði jafnast á við öflugust heimatengingar þar sem þú getur hlaðið niður allt að 2,3 GB á sekúndu og svartíminn er undir 10 millisekúndur! Þú getur beintengt tölvuna þína í 5G ráter. Einnig er hafin framleiðsla á fartölvum þar sem símkortið er innbyggt í tölvuna og örugglega allskonar annað sem við getum ekki einu sinni séð fyrir nema með spákúlu.
5G notar sama símkort og þú ert með í dag. Þú einfaldlega þarft snjalltæki eða ráter sem styður 5G og þú flýgur inn í framtíðina í fimmta gír!
Þú getur fengið 5G heimatengingu hjá okkur með 5G router og verið með besta mögulega netið með því að hafa samband við okkur í þjónustuveri í síma 519 1919 eða á netspjallinu á Nova.is!