Við hófum prófanir á 5G í febrúar 2019 og 5.5.2020 var 5G formlega sett í loftið hjá Nova, fyrst á Íslandi.
Við erum rétt að byrja og höldum markvisst áfram að stækka þjónustusvæðið okkar þar sem þörf er á aukinni afkastagetu. Skoðaðu þjónustusvæði 5G hjá Nova.
Hluti af áformum okkar um uppbyggingu til framtíðar er að samhliða uppbyggingu 5G munum við hefja útfösun á 3G. Enginn 3G sendir verður tekinn niður án þess að tryggja að það sé komið gott 4/5G samband í staðin.
Við lærðum margt árið 2020 á tímum veðra og vírusa, ekki síst hversu mikilvæg uppbygging fjarskiptakerfa er og Nova hefur lagt út í umtalsverða innviðafjárfestingu til að vera á undan þörfinni fyrir aukna afkastagetu á farsímanetinu.