5G er svo miklu meira en bara eitt G í viðbót, 5G er margfalt hraðara en 4G. 5G er skrefið í átt að fleiri nýjungum sem bæta og einfalda líf okkar. Fyrir nokkrum árum hefðum við aldrei geta hugsað okkur að Áhrifavaldur yrði starfsheiti, eða að við gætum spjallað við heimilistækin okkar. Netið hefur breytt lífi okkar á ógnarhraða svo til þess að segja til um framtíðina og hvernig 5G á eftir að hafa áhrif á hana, verðum við að hugsa langt út fyrir kassann!
Ef þú skilur ekki allt tæknitalið og megabita þá er 4G fínn nethraði og nóg til að streyma hágæða myndböndum við góðar aðstæður og gott betur!
4.5G er uppfært og betra 4G þar sem þú þýtur allt að þrisvar sinnum hraðar um netið og Nova er eina fjarskiptafyrirtækið sem býður upp á 4.5G.
5G er nýjasta kynslóð farsímakerfa þar sem þú færð ljósleiðarahraða á farsímaneti. Á 5G þýtur þú allt að sautján sinnum hraðar um netið en á 4.5G! 5G er í blússandi uppbyggingu og Vestmannaeyjar er fyrsti bærinn til að 5G-væðast í heild sinni á Íslandi!
Ef þú talar tækni þá lítur þetta svona út:
|
4G | 4.5G | 5G |
Kerfishraði | 250 Mb/s | 600 Mb/s | 10 Gb/s |
Algengur notandahraði | 10-60 Mb/s | 60-120 Mb/s | 200-500 Mb/s |