Á áskriftarstöðvunum er bæði hægt að spóla til baka og nálgast eldra efni á Safninu á NovaTV.
Inn á Safnið kemur uppsafnað efni frá öllum stöðvum á NovaTV, nema Alþingi. Mismunandi er eftir stöðvum hve lengi efnið geymist þar inn á.
Efni frá öllum stöðvum nema RÚV, Stöð 2 og Sjónvarps Símans er á Safninu í 14 daga. Efni frá RÚV og Stöð 2 er á Safninu í 28 daga og Sjónvarpi Símans í 2 daga.
Til að nálgast Safnið þarf að fara á heimaskjáinn í appinu.
Þar er hægt að velja Safnið fyrir meiri hluta stöðva, Sport Safnið er svo undir 'Sport', eða Skandinavíu Safnið undir 'Skandinavía'.