Þetta er svona akkúrat núna á meðan þú ert að breyta úr “eftirágreitt” í “fyrirframgreitt”. Ef þú varst í áskrift og fórst síðan yfir í AlltSaman þá greiðir þú fyrir þá daga sem þú varst í áskrift.
Frímánuðurinn þinn af AlltSaman var að klárast svo nú ertu að byrja að greiða mánaðarlega fyrir AlltSaman.
AlltSaman er fyrirframgreitt - þú greiðir semsagt fyrirfram eins og þú veist Netflix, Spotify og Nova TV.
Um ókomna tíð muntu bara greiða sama fasta verðið fyrir AlltSaman einu sinni í mánuði.
Með Aur getur þú fengið greiðslufrest í AlltSaman í allt að 30 daga.