Vinatónn er tónninn sem vinir þínir heyra þegar þeir hringja í þig. Þú getur sérvalið þinn eigin Vinatón með því að sækja nýjan vinatón í FríttStöff í Nova appinu.
-
Sæktu Nova appið: https://www.nova.is/dansgolfid/appid
-
Þú skráir þig inn með þínu Nova númeri.
-
Farðu í FríttStöff í appinu og sérð Vinatóna
-
Ýttu á "Nota FríttStöff"
-
Þú skráir þig inn með þínu Nova númeri
-
Þú færð lykilorð sent með sms-i til að staðfesta innskráningu
Velja nýjan Vinatón
Til þess að finna Vinatón getur þú annað hvort notað leitina eða skoðað úr möppunum. Þegar þú hefur fundið Vinatón sem þú vilt hafa.
- Smellir á Velja á þeim Vinatóni.
- Velur Kaupa og svo Staðfesta og Vinatónninn er nú valinn fyrir alla þína vini.
- Ef þú vilt að Vinatónninn heyrist bara hjá ákveðnum Vin eða Vinahópi getur þú breytt því í Mínum tónum.
Mínir tónar
Í mínir tónar eru allir Vinatónar sem þú hefur keypt. Þar getur þú valið hvort að Vinatónn sé valinn fyrir alla eða ákveðinn vin eða hóp.
- Til þess að velja tón velur þú plúsinn (+).
- Velur hvort að Öll símanúmer sem hringja í þig eigi að heyra tóninn eða ákveðinn vinur eða vinahópur.
Vinahópar
Vinahópar eru notaðir ef þú vilt að einstakur vinur eða vinir heyri sérstakan tón, annan en aðrir.
Ferð í Mínir tónar og velur Vinahópar.
Þú getur búið til hóp með einu eða fleiru símanúmeri sem heyra sama Vinatóninn. Hvert símanúmer getur verið í einum hópi.
- Velur nafn á vin eða hópi.
- Setur símanúmer/in sem þú vilt að heyri sama Vinatóninn með því að setja semíkommu (;) á milli þeirra.
- Velur Búa til vin/hóp
Setja inn tón
Ef þú finnur ekki rétta tóninn fyrir þig, getur þú sett inn eigin tón.
Ferð í Mínir tónar og velur Setja inn tón.
Þú getur valið um MP3 eða WAV skrá sem er allt að ein mínúta á lengd eða 6 MB að stærð.
Slökkva á Vinatón
Ef þú vilt frekar hafa gamla góða sóninn þá getur þú slökkt á Vinatóninum í stillingum á númerinu þínu í Nova appinu eða í Stólnum á nova.is
Ef þú vilt græja þetta í Nova appinu þá opnar þú appið og skráir þig inn með símanúmeri. Veldu þitt svæði uppi í hægra horninu og þá sérðu yfirlit yfir þjónusturnar þínar. Veldu síðan númerið sem þú vilt slökkva á Vinatóninum á. Ef þú skrollar neðst á síðuna er hnappur sem heitir Vinatónar - Smelltu á hann og þá er þetta klappað og klárt. Nú heyrist gamli góði sónninn þegar hringt er í þig!