Talhólf tekur við talskilaboðum þegar slökkt er á farsímanum, hann utan þjónustusvæðis eða á tali.
Til þess að hlusta á skilaboð, breyta talhólfskveðju eða stilla talhólfið er hringt í númerið 770 1717.
Hafir þú ekki opnað talhólfið áður velur þú þér fjögurra stafa lykilnúmer til að komast inn á talhólfið.
Annars slærð þú inn lykilnúmerið þitt og fylgir lesnum leiðbeiningum.
Að slökkva á talhólfinu
Það er ekkert mál að slökkva á talhólfinu í stillingum á númerinu í Nova appinu eða í Stólnum á nova.is.
Ef þú vilt græja þetta í Nova appinu þá opnar þú appið og skráir þig inn með símanúmeri. Veldu þitt svæði uppi í hægra horninu og þá sérðu yfirlit yfir þjónusturnar þínar. Veldu síðan númerið sem þú vilt slökkva á Talhólfinu á.
Ef þú skrollar neðst á síðuna er hnappur sem heitir Talhólf - Smelltu á hann og þá er þetta klappað og klárt. Nú er slökkt á talhólfinu á símanúmerinu þínu!
Manstu ekki lykilorðið þitt?
Það er ekkert mál að endurstilla Talhólfið - sendu okkur bara beiðni frá netfangi notanda á nova@nova.is og við græjum það fyrir þig!
Psst - við geymum ekki lykilorðið þitt en við getum svo sannarlega endurstillt það fyrir þig, en mundu að gömul skilaboð eyðast ef við endurstillum Talhólfið þitt.